Stemmningin var góð í Minjasafnskirkjunni í gærkvöldi þegar þau Íris Ólöf Sigurjónsdóttir og Hjörleifur Hjartarson léku á alls oddi og sungu um ástina í ýmsum myndum. Eyfirskum höfuðskáldum voru gerð góð skil ásamt dægurlögum nútímans. Endað var á kröftugum samsöng sem hljómaði um allan Innbæinn. Á eftir flykktust gestir á sýningar safnsins  Ef þú giftist - brúðkaupssiðir fyrr og nú, Eyjafjörður frá öndverðu og Akureyri - bærinn við Pollinn. Á