Sex umsóknir bárust um stöðuna sem auglýst var nú á dögunum. Það var einróma niðurstaða stjórnar Minjasafnsins að ráða Harald Þór Egilsson sem safnstjóra.  Haraldur Þór hefur verið safnkennari á Minjasafninu frá árinu 2003 en mun hefja störf sem safnstjóri þann 1. ágúst. Hann útskrifaðist með BA próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1999 og lauk MA prófi í Diplomatic Studies frá University of Leicester árið 2003. Hann hefur starfað sem leiðbeinandi við Lundarskóla og Brekkuskóla á Akureyri og sinnt sagnfræðirannsóknum auk þess að vera stundakennari við Háskólann á Akureyri og við DiploFoundation.