Hvernig verður smjör til? Hvernig fór fólk að því í gamla daga að gera skyr? Hvernig fór fólk að við heyskap fyrir tíð heyvinnuvéla? Í Gamla bænum Laufási við Eyjafjörð verður hægt að fylgjast með fólki að við ýmsa iðju sem tíðkaðist í gamla daga á íslenska safnadaginn, sunnudaginn 13. júlí, milli 13:30 og 16:00.  Í Gamla bænum verður fólk að störfum. Tóvinna verður í baðstofunni. Unnið verður úr undirstöðu matarræðis Íslendinga fyrr á öldum, mjólkinni. Kynnt verður undir hlóðum og bakaðar gómsætar lummur. Gestum og gangandi verður boðið að smakka á ýmsu góðgæti sem unnið verður í gamla bænum. Á hlaðinu verður heypskapur í fullum gangi.  Þátttakendur í starfsdeginum í Laufási eru félagar úr Laufáshópnum, velunnarar Gamla bæjarins auk nemenda við Grenivíkurskóla. Veitingasala er í Gamla presthúsinu, en þar er hráefni úr héraði í hávegum haft . Opnunartími í Laufási er 9-18 alla daga.