Gengið verður um kirkjugarð Akureyrar fimmtudagskvöldið 26. júní kl 20. Gangan hefst við Minjasafnskirkjuna en hún stendur á lóð fyrstu sóknarkirkju Akureyringa. Tilurð og saga kirkjugarðsins verður rakin og staldrað verður við valda legsteina sem eru eins og svo margt annað mótaðir af tískustraumum á hverjum tíma. Hanna Rósa Sveinsdóttir ,sagnfræðingur og safnvörður við Minjasafnið, og Smári Sigurðsson, forstöðumaður Kirkjugarða Akureyrar, leiða gönguna. Áætlað er að gangan taki um tvær klukkustundir. Ekkert þátttökugjald og allir eru velkomnir.