Söngvakan í Minjasafnskirkjunni er söngferðalag í tali og tónum um íslenska tónlistarsögu frá miðöldum til okkar daga. Laugardaginn 21. júní kl 20:30 munu áheyrendur heyra dróttkvæði miðalda og söngva og þjóðlög frá nítjándu og tuttugustu öld. Flytjendur eru Íris Ólöf Sigurjónsdóttir og Hjörleifur Hjartarson. Aðgangseyrir er 1500 kr.