Á sýningunni gefur að líta 43 stór og smá Íslandskort helstu kortagerðarmanna Evrópu frá árunum 1535-1847. Elstu kortin sýna óljósar útlínur sem oft byggjast á vafasömum upplýsingum, jafnvel hreinum lygasögum og fölsunum. Þar má einnig sjá ævintýraeyjar og furðudýr.
Þegar fram líða stundir verða útlínur landsins kunnuglegri með vaxandi þekkingu byggðri á vísindaleiðöngrum á vegum evrópskra konunga á norðlægar slóðir eða leit að siglingaleiðum til austurlanda.
Kortin eru einstök og jafnvel ekki að finna í öðru eintaki í heiminum svo vitað sé. Stór hluti kortasafnsins sem telur 187 kort, er hvorki að finna í íslenskum né erlendum landakortasöfnum. Þá er þetta gullið tækifærið til að sjá slík kort því Minjasafnið á Akureyri er eini staðurinn þar sem árlega er hægt að skoða þessi fallegu og sögulegu kort.
Íslandskortin eru samofin ástarsögu gefenda þýskra hjóna, dr. Karl-Werner Schulte og dr. Giselu Schulte-Daxbök, sem tóku að safna Íslandskortum fljótlega eftir að ástin kviknaði milli þeirra á 7. áratugnum. Í fyrstu átti þetta að vera eitt kort til að skreyta heimilið og halda tengslum við Ísland og Akureyri þangað sem brúðkaupsferðalagið hafði leitt þau. Veggir heimilisins fylltust smátt og smátt af sögulegum landakortum af Íslandi. Árið 2014 gáfu Schulte hjónin íbúum Akureyrar kortin 76 sem prýddu heimilið en eftir fráfall Giselu hefur Karl-Werner aukið við safnið í hennar nafni. Á sýningunni gefur að líta úrvalskort úr safninu ásamt nýjustu kortunum 10 talsins sem Karl-Werner afhendir á fimmtudaginn, en þau eru jafnframt þau elstu í safninu frá 1535-1597.
Akureyri Museum, Nonni's house, Industrial Museum: Winter: 1. October - 31. May - Daily 13-16 / Summer: Daily 11-17
Lokað/Closed 24-26, 31. December and 1. January.
Laufás: Summer: 1. June - 15. September - Daily 11-17 /Winter closed
Akureyri Toy Museum: Summer: 1. June - 1. September - Daily 11-17/Winter closed
Davíð writers museum: Summer: 1. June -1. - September Thuesday to Saturday 13-17 /Winter closed
Open for prebooked groups all year.