Það er eitt og annað sem tengist jólunum, ekki síst að fara inn í geymslu og taka til gamla góða jólaskrautið, rifja upp minningar um jólahald og undirbúninginn sem því fylgir.
Það er því tilvalið að líta við á sýningum á Minjasafninu, Nonnahúsi og Iðnaðarsafninu í Innbænum á Akureyri, næra nostalgíuna og rifja upp eitt og annað.
Í Nonnahúsi er hægt að kynnast jólasveinunum betur, lykta af og prófa ýmislegt sem þeim tengist. Þá er fjölbreytt jólaskraut úr fortíðinni til sýnis. Kannski er eitthvað af þínu æskuheimili?
Hvernig var lífið í Nonnahúsi þegar Nonni bjó þar með systkinum og foreldrum sínum? Skoðaðu hvernig Sveinn, faðir Nonna, lýsir jólum og áramótum fjölskyldunnar.
Á Minjasafninu eru enn fleiri jólasveinar og heilt fjall sem hægt er að kíkja inn í og skoða heimili þeirra. Þekkir þú alla jólasveinana? Þeir eru fleiri en 13! Nokkrir af óþekktu jólasveinunum hefur listakonan Ingibjörg Ágústsdóttir myndgert.
Jólin koma… er ljósmyndasýning með myndum sem fanga jólastemninguna í miðbænum, úr verslunum og þegar jólasveinninn hitti börn hér og þar um bæinn.
Hver á ekki minningar um jólaskó eða uppáhalds spariföt. Kannski voru þau framleidd á Akureyri? Var bara keypt gos fyrir jólin á þínu heimili? Kannski Valash? Perur úr dós á ísinn? Kavíar úr dós frá KJ. Voru keypt húsgögn eða innréttingar fyrir jól? Það var alla vega gerð jólahreingerning. Kannski málað með Sjafnarmálningu.
Allt þetta og meira til má finna á Iðnaðarsafninu á Akureyri.
Opið daglega á söfnunum frá 13-16
Lokað 24. 25. & 31.desember og 1. Janúar.
Börnin bjóða fullorðnum á söfnin í desember – ókeypis fyrir fullorðna í fylgd með börnum.
Safnapassinn 2025 á 7 söfn – gildir allt árið - á sértilboði 2000 kr
Akureyri Museum, Nonni's house, Industrial Museum: Winter: 1. October - 31. May - Daily 13-16 / Summer: Daily 11-17
Lokað/Closed 24-26, 31. December and 1. January.
Laufás: Summer: 1. June - 15. September - Daily 11-17 /Winter closed
Akureyri Toy Museum: Summer: 1. June - 1. September - Daily 11-17/Winter closed
Davíð writers museum: Summer: 1. June -1. - September Thuesday to Saturday 13-17 /Winter closed
Open for prebooked groups all year.