Minjasafnið er annað og meira en sýningarsalur og starfsemin því fjölbreyttari en virðist við fyrstu sýn. Bersýnilegar eru sýningar og viðburðir. Starfsemin grundvallast hins vegar á að safna, varðveita, rannsaka og fræða.
Minjasafnið hefur frá upphafi verið í reisulegu íbúðarhúsi sem reist var 1934. Í því og sýningarsölunum sem byggðir voru árið 1978 eru sýningar safnsins.
Stærsti gripur Minjasafnsins er svartbikuð timburkirkja stendur í Minjasafnsgarðinum sem var upphaflega á Svalbarði austanmegin Eyjafjarðar. Hana byggði kirkjusmiðurinn Þorsteinn Daníelsson frá Skipalóni árið 1846 og er hún gott dæmi um íslenskar sveitakirkjur sem reistar voru á Íslandi um miðbik nítjándu aldar.
Skoða nánar
Minjasafnsgarðurinn er ein af perlum Minjasafnsins og safngripur í sjálfu sér. Garðurinn er einn örfárra varðveittra íslenskra skrúðgarða frá aldamótunum 1900.
Skoða nánar