safnfleik1_400

Safnfræðsla fyrir skóla

Svalaðu forvitninni

Minjasafnið á Akureyri veitir nemendum og almenningi góða innsýn í sögu og menningu héraðsins, styður við nám í sögu Íslands og vekur athygli á þjóðháttum landsmanna. Við viljum bjóða upp á fróðlegar og skemmtilega heimsóknir hvort sem um skipulagða heimsókn skólahóps er að ræða eða fjölskyldu í leit að afþreyingu.

Fræðsla safnsins miðast ekki einvörðungu við skólahópa. Ýmsir fræðsluhópar og félagasamtök hafa nýtt sér safnið til heimsókna s.s. eldri borgarar, Dagdeild geðfatlaðra, Mentor verkefnið, Menntasmiðjan og ýmis fyrirtæki.

Tímapantanir:

Alla virka daga frá kl. 8-16

vinsamlegast hafið samband við Rögnu Gestsdóttur, safnfræðslufulltrúa, vegna fyrirspurna
og pantana í síma 462 4162
Tölvupóstur: ragna@minjasafnid.is

Áhugaverðir tenglar

Gásagátan kennsluleiðbeiningar

Búleikir

Leikir barna

Íslenski torfbærinn

Íslenski þjóðbúningurinn

Fróðleikskista sauðfjársetursins

 Fræðsluefni