Mynd Kristinn G.
Mynd Kristinn G.
Samfélags- og mannréttindaráð Akureyrarbæjar stendur fyrir útplöntun í Vilhelmínulundi við Hamra sunnudaginn 19. júní kl. 13. Tilefnið er að minnast þess að 100 ár eru liðin frá því Kristín Eggertsdóttir tók fyrst kvenna sæti í bæjarstjórn Akureyrar. Vilhelmínulundur er kenndur við Vilhelmínu Lever sem fyrst kvenna á Íslandi tók þátt í kosningum til sveitarstjórnar og það 19 árum áður en konur fengu takmarkaðan kosningarétt. Fylgið þessari slóð til að fræðast meira. http://www.skjaladagur.is/2005/603_03.html Sunnudaginn 19. júní verður einnig farin kvennasöguganga í samstarfi Jafnréttisstofu, Minjasafnsins á Akureyri, Zontaklúbbanna á Akureyri og Akureyrarbæjar.