Ljóð Davíðs Stefánssonar flugu beint inn að hjörtum landsmanna frá fyrstu ljóðabók hans. Í ár eru 130 ár frá fæðingu Davíðs og verður því fagnað eins og kostur er. Söngvaskáldið Svavar Knútur og listakonan fjölhæfa Sesselía Ólafsdóttir fagna afmælinu með þér í Davíðshúsi þriðjudaginn 21. janúar kl. 20.