06.12.2015
Jólagjafir eins og nú tíðkast eru ekki gamall almennur siður. Seint á 19. öld fór að bera á jólagjöfum enda var þá orðið meira um verslanir en áður og kaupmenn settu gjarnan upp jólabasara. Auglýsingar fóru að birtast í kringum 1880 þar sem margskonar varningur til jólagjafa var til sölu, t.d. fatnaður, leikföng, vindlakassar, eðalvín, blýantar, spil, sápa og sælgæti. Jú og auðvitað blessuðu bækurnar. Síðari hluti 20. aldar einkennist af ofgnógt allra hluta. Í auglýsingu frá 1982 sagði að Clairol fótanuddtækið yki vellíðan alls líkamans. Tækið er hinsvegar kannski ein alræmdasta jólagjöf allra tíma. Sagan segir að á mörgum heimilum hafi slíkt tæki leynst í fleiri en einum pakka og flest þeirra hafi endað í geymslum landsmanna, stundum með skömm. Tækið jók vellíðan fótanna en ekki sálarinnar í öllum tilfellum. Christmas presents were uncommon in Iceland until the late 19th century. Then merchants started to offer special goods for Christmas, such as cigars, fine wine, candy, soaps and toys and of course books. The latter part of the 20th century is one of plentiful of everything. In the 1980s this Clairol foot spa was the popular gift. It became somewhat of an embarrassment because many homes ended up with more than one such Spa, some say more than two even, many of which, if not all, soon ended up in the storage.