Góður hópur úr Hrafnagilsskóla kom í morgun í safnkennslu. Landnámið, víkingar og miðaldir voru í fyrirrúmi í þetta skiptið og sýningin Eyjafjörður frá öndverðu því skoðuð. Krakkarnir kíktu á sýninguna Akureyri - bærinn við Pollinn og á ljósmyndasýninguna Þjóðin, landið og lýðveldið. Takk fyrir komuna krakkar!