Það er ekki á hverjum degi sem hægt er að skoða tröll! Það er hins vegar hægt á sýningunni Dátt mun dansinn duna - Þrettándagleði Þórs í 96 ár. Á sýningunni gefur að líta ljósmyndir og tröll sem stigið hafa dansinn undanfarna áratugi. Fyrir þá sem treysta sér ekki til að skoða tröllin er tilvalið að taka sér tíma frá amstri jólaundirbúningsins og skoða sýningarnar Eyjafjörður frá öndverðu og Akureyri bærinn við Pollinn.Ef verslunarþörfin verður yfirþyrmandi er hægt að bregða sér í safnbúðina og versla jólagjafirnar.Hér eru nokkrar myndir úr sýningunni.Íþróttafélagið Þór hefur staðið fyrir áramótabrennu síðan áramótin 1914-15. Fram til ársins 1961 var brennan á Gleráreyrum en hefur frá 1970 hefur verið haldin árlega á félagssvæði Þórs með örfáum undantekningum. Áramótafögnuðurinn vatt upp á sig og varð að álfadansi árið 1926. Árið 1935 varð til þrettándagleði með svipuðu sniði og tíðkast hefur síðan með kóngi, drottningu, púkum, álfum, tröllum og alls kyns furðuverum að ógleymdum jólasveinunum, sem koma og skemmta fólki með söngvum og dansi.