Bók Gunnars F. Guðmundssonar Pater Jón Sveinsson - Nonni var tekin fyrir í Kiljunni í gærkvöldi. Hún fékk góða dóma og ekki að ástæðulausu að hún er tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðibóka. Frásögn Gunnars var sögð hjartahlý og einlæg vel unnin og fagmennlega. Þetta er saga Nonna í víðu og heimssögulegu samhengi. Hér má sjá þáttinn á vef ríkissjónvarpsins. umfjöllunina um bókina má finna á 38.54 mínútu. þátturinn. Vert er að benda á að myndbrotið sem sýnt er af Nonna í þættinum er eign Nonnahúss og tekið í Valkenburg 1942.