Það eru einkar ánægjuleg tíðindi að ævisagan um Nonna eftir Gunnar F. Guðmundsson hafi verið tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðibóka og rita almenns efnis. Eftirtaldar bækur fengu einnig tilnefninu í þessum flokki: Örlagaborgin, brotabrot úr afrekssögu frjálshyggjunnar, fyrri hluti, eftir Einar Má Jónsson, Upp með fánann. Baráttan um uppkastið 1908 og sjálfstæðisbarátta Íslendinga eftir Gunnar Þór Bjarnason, Appelsínur frá Abkasíu. Vera Hertzsch, Halldór Laxness og hreinsanirnar miklu eftir Jón Ólafsson og Sagan af klaustrinu Skriðu eftir Steinunni Kristjánsdóttur. nánar má sjá um tilnefningu á http://www.ruv.is/frett/tilnefningar-til-islensku-bokmennta-verdlaunanna