Akureyri er 150 ára í dag. Minjasafnið á Akureyri, sem var afmælisgjöf til Akureyringa á aldarafmæli bæjarins, óskar afmælisbarninu til hamingju með daginn.  Gestir safnsins fá að njóta góðs af AFMÆLINU því aðgangseyrir inn á safnið í dag eru einungis 150 kr.  Til hamingju með afmælið Akureyri og allir Akureyringar. Á afmælisssýningu safnsins  Manstu - Akureyri í myndum er hægt að sjá á myndum þær breytingar sem orðið hafa á afmælisbarninu Akureyri frá 1862 auk þess sem myndasyrpa frá Kvikmyndasafni Íslands sýnir svart á hvítu hvernig umhorfs var á Akureyri 1907-1970. Komdu og kynnstu AKUREYRI á annan hátt en þú ert vanur/vön. Hlökkum til að sjá þig!

Grunnsýningar safnsins, Eyjafjörður frá öndverðu og Akureyri bærinn við Pollinn, eru einnig einkar áhugaverðar  fyrir þá sem vilja kynnast sögu Akureyrar frá upphafi.