í dag er afmælisdagur barnabókahöfundarins og að margra mati fyrstasendiherra Íslands á erlendri grundu Jóns Sveinssonar sem betur er þekktur sem Nonni. Í tilefni dagsins tekur Nonnahús þátt í skipulagningu og framkvæmd viðburða á vegum Barnabókaseturs Íslands í dag og á morgun þar sem lestur barnabóka kemur mjög við sögu. Málþingið fjallar um - YNDISLESTUR og aðlaðandi aðferðir til að auka áhuga barna á yndislestri. Á morgun, laugardag kl 13-16, gefst fjölskyldum kostur á því að koma í Hof hlusta á barnabókahöfunda lesa uppúr nýútgefnum bókum sínum í skemmtilegri kaffihúsastemningu. Eymundsson mun vera með n.k. bókamessu þar sem nýjustu íslensku barnabækurnar verða kynntar. Gaman er svo að segja frá því að á allra næstu dögum verður gefin út ævisaga Nonna en rithöfundur hennar er Gunnar Gunnarsson.