Skáldið ástsæla Davíð Stefánsson býður til afmælisveislu að heimili sínu Bjarkarstíg 6, á afmælisdaginn laugardaginn 21. janúar.
Á laugardaginn eru 128 ár frá fæðingu skáldsins frá Fagraskógi. Af þessu tilefni blásum við til afmælisveislu í Davíðshúsi, Bjarkarstíg 6. Gestgjafar verða Vandræðaskáldin Vilhjálmur B. Bragason og Sesselía Ólafsdóttir. Þau munu leika lausum hala segja sögur, syngja og lesa ljóð eftir húsráðandann í Bjarkarstíg 6.
Afmælisgjafir og blóm eru vinsamlega afþökkuð en við innganginn verður tekið við frjálsum framlögum sem fara í viðburðasjóð Davíðshúss.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 13-16
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-16
Laufás lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30