Í blíðskaparveðri gafst gestum svæðisins færi á að skyggnast inní lífs- og starfshætti fólks á síðmiðöldum. Söngvarar, dönsk kaupmannsfjölskylda og stór hópur innlendra handverksmanna og fjölskyldur voru íklædd miðaldalegum fötum við störf og leik. Þarna skiptu perlur, skart, fatnaður, eldsmíðaðir hnífar, kransar úr ilmreyr og margt fleira um eigendur. Leikþátturinn Munkar og Mjöður gerði staðin enn meira lifandi en ella og höfðu gestir gaman af. Brennisteinsvinnsla, eldsmíði, kaðalgerð, jurtalitun, spjaldvefnaður, vattarsaumur og málmsteypun var meðal þess sem gestir staðarins gátu fræðst um ásamt húsakosti á Gásum og fornleifasvæðinu sjálfu. Aðstandendur miðaldadaganna, Gásakaupstaður ses, vilja vekja athygli á því að í ár voru heimamenn þ.e.a.s. Eyfirðingar í meirihluta Gásverja eða 52 þegar mest lét en góður liðsauki kom frá Akranesi , Dölunum, Þingeyri, og Danmörku eða 10 manns. Því má með sanni segja að áhugafólk um miðaldir fjölgi ár frá ári hér i Eyjafirði og spurt er að leikslokum. Verða allir Eyfirðingar áður en langt um líður Gásverjar miklir??
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 13-16
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-16
Laufás lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30