Í kvöld, fimmtudaginn 23. júní, verða hinir árlegu Jónsmessuleikar í Kjarnaskógi frá kl. 18-21.Í Álfheimum Minjasafnsins verður forvitnilegur fróðleikur um álfa og huldufólk. Í Kjarnaskógi eru sagðir álfa- og huldufólksbústaðir. Það er ekki öllum gefið að sjá slíka staði en í álfheimum Minjasafnsins færðu að gera álfastein. Á krossgötum verður hægt að kíkja í góða kistu og gá hvort þar leynist fjarsjóður eða forvitnilegir hlutir. Hafið augun hjá ykkur á ferð um Kjarnaskóg því þar leynist margt spennandi, jafnvel sem sést ekki við fyrstu sýn.