"að baki tímans tjalda"Davíðshúsi, Bjarkarstíg 6 Fimmtudaginn 11. ágúst, kl. 16 Í þessu spjalli mun Valgerður H. Bjarnadóttir húsfreyja í Davíðshúsi fjalla um leikritin, tengja þau ljóðunum, og velta fyrir sér hvað honum lá á hjarta og hvernig þau endurspegla hugmyndir hans og líf. Dagskráin hefst kl. 16.Húsið er opið frá kl. 13 til 17 og tilvalið að mæta snemma til að skoða heimili Davíðs og drekka í sig fegurðina sem þar býr. Einnig er rými takmarkað og því gott að tryggja sér sæti tímanlega. Dagskráin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra og er hluti af Listasumri á Akureyri 2016Aðgangseyrir kr. 1.200.- / 600.- Árskort kr.3000.- Sjá nánar á www.facebook.com/skaldahusin.akureyriÞótt Davíð Stefánsson sé best þekktur sem ljóðskáld, var leiklistin honum einnig mjög hugleikin og hann sendi frá sér fjögur leikrit, auk ljóðabókanna og skáldsögunnar Sólon Íslandus. Þekktasta og vinsælasta leikritið er Gullna hliðið, sem var frumsýnt 1941 og samið upp úr þjóðsögunni um sálina hans Jóns míns. Prologus Gullna hliðsins hefst á þessum orðum:
"Hulið er margt að baki tímans tjalda,
sem trú og siðir vorir mega gjalda.
Í bæjartóttum bleikra eyðidala
birtist þeim margt, sem heyra steininn tala.
Og gull má oft í rústum finna.
Á gamla elda kaldar hlóðir minna."
Í öllum fjórum leikritunum tekur skáldið gull úr gömlum rústum, og kveikir í köldum hlóðum nýja elda, sem endurspegla samtíma hans og hugsjónir. Fyrsta leikverk Davíðs er Munkarnir á Möðruvöllum, sem kom út 1926 og var frumsýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1927. Vopn guðanna var frumsýnt hjá LR 1944 og Landið gleymda í Þjóðleikhúsinu 1953. Síðari verkin fengu almennt góða dóma, en hlutu fremur lélega aðsókn, þóttu of þung og hafa lítið verið sýnd síðan. Þau hafa þó á ýmsan hátt elst vel, eru full af boðskap og hugsjónum sem eiga ekki síður erindi við okkur í dag en þá.
Í þessu spjalli mun Valgerður H. Bjarnadóttir húsfreyja í Davíðshúsi fjalla um leikritin, tengja þau ljóðunum, og velta fyrir sér hvað honum lá á hjarta og hvernig þau endurspegla hugmyndir hans og líf.
Húsið er opið frá kl. 13 til 17 og tilvalið að mæta snemma til að skoða heimili Davíðs og drekka í sig fegurðina sem þar býr. Einnig er rými takmarkað og því gott að tryggja sér sæti tímanlega.
Næst:
Fimmtudagur 18. ágúst Hinir háu tónar - Matthías í lífi Davíðs
Fimmtudagur 25. ágúst Komdu - 100 ára skáldafmæli Davíðs
Dagskráin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra og er hluti af Listasumri á Akureyri 2016
Aðgangseyrir kr. 1.200.- / 600.- Árskort kr.3000.-
Sjá nánar á www.facebook.com/skaldahusin.akureyri og www.minjasafnid.is
Verið velkomin!
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 13-16
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-16
Laufás lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30