Sólskinsdagar í lífi barna eru margir.Góðu stundirnar með uppáhalds leikfangið í herberginu, í tómstundastarfi eða í skólanum eru mörgum enn hugleiknar. Á sýningu Minjasafnins Allir krakkar, allir krakkar... líf og leikir barna, sem opnar laugardaginn 30. maí kl 14, gefst gestum safnins kostur á því að dusta rykið af gömlum minningum og deila með sér upplifun æskuáranna til afkomenda sinna. Ungur töframaður frá Akureyri, Einar einstaki, mun opna sýninguna á laugardaginn með nokkrum velvöldum töfrabrögðum. Á sýningunni geta börn á öllum aldri brugðið sér í gervi, leikið sér og sest á skólabekk á sama tíma og minningaflóðið rennur um hugann!