Föstudaginn 7. nóvember kl. 17:30, mætir Hási kisi og flytur eigin ljóð. Ekki er um eiginlegan kött að ræða heldur föngulegan hóp ljóðskálda af Austurlandi sem hefur staðið fyrir eða tekið þátt í fjölmörgum ljóðaviðburðum og –hátíðum síðan 2008. Hópinn Hása kisa fylla þau Ingunn Snædal, Hrafnkell Lárusson, Ásgrímur Ingi Arngrímsson og Stefán Bogi Sveinsson. Meðlimir hópsins hafa verið dugmikilir á ljóðasviðinu, gefið út níu bækur og eiga þeir tveir síðast töldu glænýjar ljóðabækur í betri bókabúðum. Stefán Bogi gefur út bókina Brennur og Hrafnkell  Ég leitaði einskis ... og fann. Davíð Stefánsson tekur sjálfur óbeinan þátt í viðburðinum. Upptökur af ljóðalestri hans óma úr viðtækjum. Betra upphaf af helgarfríi er vart hægt að hugsa sér!