Í ljósi hertra sóttvarnarráðstafana sjáum við okkur ekki annað fært en að aflýsa öllum viðburðum helgarinnar sem Minjasafnið á Akureyri, Laufás, Nonnahús, Davíðhús og Leikfangahúsið hafa auglýst fyrir komandi helgi.
Starfsfólki safnanna er umhugað um að framfylgja tilmælum yfirvalda í einu og öllu, og munum við því jafnframt takmarka fjölda gesta í safnhúsum okkar, með tilliti til húsrýmis og tveggja metra fjarlægðarmarka, sem og loka fyrir aðgang safngesta að Minjasafnskirkjunni.
Eftir sem áður bjóðum við gesti hjartanlega velkomna á söfnin, sem verða áfram opið en með aukinni áherslu á takmarkaðan fjölda safngesta í hverju safni.
Við hvetjum safngesti okkar, sem og landsmenn alla, til að hafa það hugfast að við erum öll almannavarnir.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 13-16
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-16
Laufás lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30