Dagskrá í Davíðshúsi - Fimmtudagur 23. júlí kl. 15
Sumir eiga sorgir og sumir eiga þrá
- ástin og sorgin í ljóðum Davíðs
Tilfinningaþrunginn og ljóðrænan í hinu sársaukafulla og viðkvæma í kvæðum Davíðs áttu án efa sinn þátt í vinsældum þeirra. Jafnvel hinir hörðustu hlutu að komast við og finna samhljóm í hjarta sínu. Það var ekki tilviljun að upphafsljóð Svartra fjaðra 1919 var Mamma ætlar að sofna. Margir höfðu orð á því hversu sterk áhrif það vakti.
Mamma ætlar að sofna. Mamma er svo þreytt - Og sumir eiga sorgir, sem svefninn getur eytt.
| Sumir eiga sorgir, og sumir eiga þrá, sem aðeins í draumheimum uppfyllast má.
|
Davíð var tilfinninganæmur og stundum varð þjáningin honum óbærileg. Þannig vildi hann þó vera og segir í bréfi 1920: "járnkarl get ég ekki orðið og vil ekki verða; ég vil heldur verða sleginn en slá." Þegar hann fjallar um sorgina, sársaukann og ástina, gefur hann gjarna konunni í sér orðið. Sigurður Nordal var einn þeirra sem snemma sá hvað í skáldinu bjó og hann hreifst af þessu 1916:
Ekki skal það kvelja þig
skóhljóðið mitt;
ég skal ganga berfætt
um blessað húsið þitt.
Um ljóðræna sorgina, þjáninguna og ástina sem fylgdu Davíð alla tíð, fjöllum við í fimmtudagsstundinni 23. júlí.
Umsjón með dagskránni hefur Valgerður H. Bjarnadóttir, húsfreyja í Davíðshúsi.
Húsið er opið frá kl. 13 til 17 og tilvalið að nýta tækifærið til að skoða heimili Davíðs og drekka í sig fegurðina sem þar býr.
Næstu viðburðir:
v Fimmtudagur 30. júlí
"Hálf ertu heilagur andi, hálf ertu mold" - mótsögnin í ljóðum Davíðs
v Fimmtudagur 6. ágúst
"Við erum sungnar í sekt og bann" - Rödd konunnar í ljóðum Davíðs
Aðgangseyrir kr. 1.200.- Sjá nánar á www.minjasafnid.is
Viðburðir í Davíðshúsi 2015 eru hluti af Listasumri á Akureyri www.listasumar.is
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 13-16
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-16
Laufás lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30