Hvað vitum við um drauma barna? Barnadraumar á Minjasafni er sýning sem byggir á rannsóknum dr. Bjargar Bjarnadóttur sálfræðings hjá Draumasetrinu Skuggsjá. Á sýningunni er gerð grein fyrir flokkun barnadrauma en eru sýndar teikningar barna sem þau hafa gert af draumreynslu sinni bæði martröðum og öðrum draumum. Einnig eru svefntengdir munir til sýnis og ef einhvern syfjar þá er uppá búið rúm til taks.