Ertu skrímslabani og snjall stjórnandi seglskútu? Kannski sjóræningi? Komdu og prófaðu Islandia – leikjaborðið í sýningunni Land fyrir stafni – Schulte kortasafnið á Minjasafninu á Akureyri.
Islandia er módel af korti Guðbrands biskups frá 16. öld sem margir kannast við. Á því spretta fram skrímsli og ýmsar hættur sem sjófarendur þurftu að glíma við. Þórarinn Blöndal, listamaður, hannaði og gerði leikjaborðið.
Fjölskylduleiðsögn um sýninguna kl. 13:30
Opnun á Islandia kl. 14.
Aðgangur ókeypis - páskalegar veitingar
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir leiðir myndasögusmiðjuna. Lóa er myndlistarkona, teiknari, myndskreytir og myndasöguhöfundur. Hún hefur gefið út fjölmargar myndasögur og haldið samskonar námskeið víða fyrir 6-69 ára. Já og svo er Lóa líka söngkona hljómsveitarinnar FM Belfast.
Lóa lauk námi úr myndlistadeild Listaháskóla Íslands og lærði myndskreytingar í Parsons í New York. Hún hefur sent frá sér bækurnar Lóaboratoríum, Alhæft um þjóðir og Nýjar rannsóknir hafa mögulega leitt eitthvað í ljós og birt myndasögur í ýmsum ritum nú síðast í breska blaðinu The Guardian. Þá teiknaði hún hluta teiknimyndaseríunnar Hulli, sem sýnd var á RÚV.
Myndasögusmiðjan er hluti Barnamenningarhátíðar á Akureyri sem haldin er í annað sinn í ár. Hátíðin mun standa 9.-14. apríl. Hægt verður að nálgast upplýsingar um viðburði á Facebook og á Instagram. Barnamenningarhátið er vettvangur fyrir menningu barna, með börnum og fyrir börn.
Aðgangur ókeypis á Minjasafnið og Nonnahús fyrir fullorðna í fylgd barna á Barnamenningarhátíð á Akureyri.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 13-16
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-16
Laufás lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30