Það verður mikið um að vera á safninu eins og endra nær á sumardaginn fyrsta. Frambjóðendur í kjöri til sveitastjórnakosninganna reyna með sér í pokahlaupi, Anna Richards verður með gjörninginn: FURÐUFUGL, börnin geta  föndrað stað-, far- eða furðufugla úr pappír, gamaldagsbú verður við Nonnahús og ýmsir útileikir verða við safnið. Lúðraþytur heyrist um allt og lummuangan og kakóilmur fylla bæði vit og maga. Hlökkum til að sjá ykkur!Hér má sjá dagskrá dagsins