Fimmtudagskvöldið 8. mars n.k. kl. 20 munu Gunnar Harðarson og Mörður Árnason fjalla um nýútkomna bók Laufás við Eyjafjörð – Kirkjur og búnaður þeirra.Bókin er síðara bindi Harðar Ágústssonar um kirkjustaðinn Laufás. Fyrra bindið fjallaði um bæjarhúsin en hið síðara um kirkjurnar í Laufási, skrúða þeirra og áhöld. Í bókinni rekur Hörður sögu kirkna í Laufási allt aftur til þrettándu aldar.Rannsóknir Harðar veita ómetanlega innsýn bæði á byggingalistasögu, lifnaðarhætti og hugmyndaheim Íslendinga fyrr á öldum. Við fráfall höfundarins árið 2005 tóku Mörður og Gunnar, sonur Harðar, við verkinu og luku við seinna bindið, en Mörður var aðstoðarmaður Harðar.Það er því von á skemmtilegum og fróðlegum bókafundi n.k. fimmtudag kl. 20 í þjónustuhúsinu í Laufási.