Karlmenn allra landa! Til hamingju með bóndadaginn. Þorrinn er genginn í garð. Einu gildir hvort það hafi tíðkast að bjóða þorra velkominn með því senda bóndann út að morgni dags til að hlaupa þrjá hringi í kringum hýbýlin, á skyrtunni einni fata, í annari brókarskálminni, en allsberan að öðruleiti. 

Samkvæmt forníslensku tímatali heitir fjórði mánuður vetrar Þorri. Þorrablót eru hugsanlega einskonar miðsvetrarfögnuður því við upphaf Þorra telst vetur hálfnaður. Raunar virðist bóndadagur hafa verið endurvakinn ásamt þorrablótum í rómantískum straumum 19. aldar, hugsanlega sem yfirvarp til að halda ærlega veislu.

Sjá nánar: Árni Björnsson, Saga daganna, s, 431-484.