Áhersla sýningarinnar er á útskorna og málaða gripi úr tré. Hver og einn gripur er einstakur, og bera þeir íslensku hugviti fyrr á tímum gott vitni. Elstu gripirnir eru frá miðbiki 18. aldar, en flestir eru frá 19. öld. ´Nokkrir gripanna eru eignaðir mönnum eins og Bólu-Hjálmari, Gunnlaugi Briem og Hallgrími Jónssyni frá Naustum. Auk þess má berja merkilega röð ljósmynda úr Drangey í Skagafirði augum. Myndirnar eru teknar í verstöð á Drangeyjarvertíð, þegar veiðar á svartfugli standa sem hæst.
Á heimasíðu Minjasafnsins má finna myndir af 10 úrvalsgripum, sem eru á sýningunni, ásamt umfjöllun um þá. Slóðin er www.akmus.is
- á meðfylgjandi mynd má sjá kistil sem sagt er að Gunnlaugur Briem sýslumaður á Grund hafi smíðað og skorið út.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 13-16
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-16
Laufás lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30