Áhersla sýningarinnar er á útskorna og málaða gripi úr tré. Hver og einn gripur er einstakur, og bera þeir íslensku hugviti fyrr á tímum gott vitni. Elstu gripirnir eru frá miðbiki 18. aldar, en flestir eru frá 19. öld. Flestir gripanna eru eftir ónefnda alþýðutréskera, gerðir af mishögum höndum. Þó eru nokkrir þeirra eignaðir þekktum einstaklingum eins og Bólu-Hjálmari, Gunnlaugi Briem og Hallgrími Jónssyni frá Naustum og yngstu útskornu gripirnir eru eftir nokkra þekktari tréskurðarmeistara 20. aldar. Sýningin gefur auk þess innsýní íslenska listiðkun áður fyrr, en hún lifði aðallega í útskurði, málun á tré og útsaumi, eins og kunnugt er. Listiðkun var mikið stunduð undir handarjaðri kirkjunnar, en hér eru ekki sýndir kirkjulegir gripir, heldur brúkshlutir heimilanna sem skreytiþörfin fékk útrás á. Merkileg röð ljósmynda úr Drangey í Skagafirði er einnig sýnd, sem dæmi um dýrgripi úr myndasafni Minjasafnsins. Myndasyrpuna tók Arthur Gook trúboði og hómópati. Myndirnar eru teknar í verstöð á Drangeyjarvertíð, þegar veiðar á svartfugli standa sem hæst. Bygðasafn Skagfirðinga lánar sýnishorn af veiðarfærinu sem sést á myndunum, svokallaðri Drangeyjarniðurstöðu.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 13-16
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-16
Laufás lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30