Áratugum saman stóð KEA fyrir svokölluðum búðarfundum þar sem hópi viðskiptavina hverrar búðar, oftast húsmæðrum, var boðið að koma í búðina eftir lokun þar sem leitað var eftir „áliti þeirra á þeirri þjónustu, sem búðin veitir, og tillögum um það, á hvern hátt megi bæta hana.“ Þarna voru einnig kynntar nýjar vörur og spjallað yfir kaffibolla.
Nú ætlum við á Minjasafninu á Akureyri að halda búðarfund á ljósmyndasýningunni Hér stóð búð. Á honum ætlum við að segja frá myndunum en ekki síður að hlusta á gestina. Hefur þú sögu að segja okkur?
Í leiðinni segjum við frá starfsemi safnsins. Hvað varðveitir safnið marga gripi eða ljósmyndir? Hvað er á döfinni? Þá viljum við heyra hvað safnið gæti gert betur og hvað gestir vilja sjá.
Aðgangur ókeypis Boðið verður upp á kaffi og kleinur.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 13-16
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-16
Laufás lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30