Minjasafnið á Akureyri býður nú ferðalöngum, innlendum sem erlendum, upp á bæði dagskort og árskort. Dagskortin eru tilvalin fyrir ferðamenn sem eingöngu hafa einn dag til að fara um Akureyri og nágrenni. Það kostar 2.000 kr. og gildir á Minjasafnið og þau söfn sem því tilheyra, þ.e. Nonnahús, Davíðshús, Sigurhæðir og Gamla bæinn Laufás í Grýtubakkahreppi.Árskortið er tilvalið fyrir Akureyringa, Eyfirðinga, alla Íslendinga og annað áhugafólk um menningu okkar. Handhafi kortsins getur nýtt sér það og komið á fyrrgreind söfn oft á ári fyrir einungis 3.000 kr.Minjasafnið er opið daglega kl. 10-17 til 15. september. Nonnahús er opið daglega kl. 10-17 til 1. september. Davíðshús og Sigurhæðir eru opin virka daga kl. 13-17 til 1. september. Gamli bærinn Laufás er opinn daglega kl. 9-17 til 1. september.Hægt er að kaupa kortin m.a. á öllum fyrrgreindum söfnum, Upplýsingamiðstöð ferðamála í Hofi og Saga Travel.