Þann 16. nóvember kemur út bókin Jónas Hallgrímsson Ævimynd, eftir Böðvar Guðmundsson skáld frá Kirkjubóli. Þann dag mun forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenda nemendum 10 bekkjar í Þelamerkurskóla fyrstu eintökin. Menningarfélagið Hraun ehf hyggst gefa bókina öllum nemendum 10. bekkja í grunnskólum landsins.
Um hádegisbil þennan dag verður opnuð minningarstofa um Jónas Hallgrímsson á Hrauni í Öxnadal. Minningarstofan og fræðimannsíbúðin á Hrauni verða opin fyrir almenning laugardaginn 17. og sunnudaginn 18. nóvember kl. 13-18. Sömu daga verður hægt að fá kaffiveitingar á veitingahúsinu Halastjörnunni á Hálsi.
Í tilefni af opnun minningarstofunnar hefur Þjóðminjasafn Íslands lánað skrifborð úr eigu Jónasar Hallgrímssonar og líkan af húsi því sem Jónas bjó síðast í í Kaupmannahöfn. Kristín Jónsdóttir listakona frá Munkaþverá lánar kaffiketil úr búi Rannveigar Hallgrímsdóttur á Steinsstöðum, systur Jónasar.
Minjasafnið á Akureyri lánar skúfhólk úr eigu Rannveigar og ýmsa aðra gripi.
Náttúrufræðistofnun Íslands og Danmarks Geologiske institut lána 10 steinasýni sem Jónas safnaði á ferðum sínum um Ísland, merkti og sendi til Kaupmannahafnar.
Helgina 17-18 nóvember er því tækifæri til að sjá á Hrauni þá gripi sem Jónas sannarlega fór höndum um, eða voru fyrir á Steinsstaðaheimilinu þegar hann átti þar viðdvöl.
Í samstarfi við Akureyrarstofu er boðið til fyrirlestrar Helgu Kress prófessors, sem hún nefnir “Ég bið að heilsa: Landið, skáldskapurinn og konan í ljóðum Jónasar Hallgrímssonar”.
Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis.
Menningarfélagið Hraun í Öxnadal ehfstjórn þess skipa:
Tryggvi Gíslason magister, Jón Sólnes lögmaður og Guðrún M. Kristinsdóttir fornleifafræðingur.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 13-16
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-16
Laufás lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30