DANSKI DAGURINN í Innbænum er á sunnudaginn 19. ágúst kl 13-17. Innbæingar bjóða í kaffi, danskt bakkelsi & bolsíur undir berum himni og danskir tónar líða um loftið. Til þess að taka þetta alla leið, því hér var jú töluð danska á sunnudögum, verður áhugasömum gestum boðið uppá örnámskeið í dönsku við Zontahúsið. Frítt verður inn á safnið í tilefni dagsins. Eftir að hafa skoðað sýningar safnins er tilvalið fyrir gesti okkar að taka mynd af sér og sínum í skemmtilegri stemningsmynd útí garðinum um leið og það opnar nestiskörfuna sína eða gæðir sér á kaffi og með því við Zontahúsið. Þessi viðburður er haldinn í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarbæjar. Kíktu í heimsókn við hlökkum til að sjá þig!