Davíðshús er falin perla í safnaflóru Akureyrar. Húsið var heimili Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi einu ástsælasta skáldi Íslendinga. Davíð var ekki aðeins fagurkeri á orð eins og heimili hans ber með sér. Inga María fræðir fólk um skáldið og heimili þess. Í lok leiðsagnarinnar gæðum við okkur á ljóðum og konfekti.
Nánari upplýsingar:
Dagsetning: 5. október
Tímasetning: kl. 17.00 – 18.00
Staðsetning: Davíðshús – Bjarkarstíg 6
Á Minjasafninu á Akureyri er varðveitt einstakt safn landakorta af Íslandi. Kortin eru frá 1524 fram til 1847 og eru gerð af helstu kortagerðarmönnum þess tíma.
Kortasafnið á sér rómantískt upphaf og fléttast saman við persónurnar, Karl-Werner Schulte og Giselu Schulte-Daxbök sem gáfu kortin Akureyrarbæ árið 2014. Þessi ástarsaga er viðfangsefni sýningarinnar sem Haraldur Þór fjallar um í leiðsögn sinni. Í leiðsögninni verður boðið upp á að bragða hvítvín og rauðvín frá heimahéraði gefendanna.
Nánari upplýsingar:
Dagsetning: 7. október
Tímasetning: kl. 17.00 – 18.00
Staðsetning: Minjasafnið á Akureyri – Aðalstræti 58
Hvað er að finna í dagbókum Sveins Þórarinssonar, föður Nonna? Hvað er ekki að finna þar? Af hverju skrifaði hann sumt í dulmáli?
Dagbækur Sveins Þórarinssonar (1821 – 1869) eru elstu dagbækur ungmennis á Íslandi og þykja því með merkilegri heimildum 19. aldar. Þær eru sannkallaðar aldarspegill. Skrifaðar frá því að Sveinn var 15 ára og fylgja þroskaskeiði höfundar til dánardags og gefa skemmtilega sýn á lífið á Akureyri og Eyjafirði á 19. öld.
Una Haraldsdóttir, sagnfræðinemi, hefur í sumar rannsakað dagbækur Sveins, föður rithöfundarins Jóns Sveinssonar, Nonna en verkefnið hlaut styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna.
Una spjallar við gesti í Nonnahúsi um dagbækurnar og sögurnar sem hafa sprottið upp af blaðsíðunum og glímuna við að gera handskrifaðar dagbækur 19. aldar manns stafrænar í handritaforriti. Með því að gera textann stafrænan má t.d. bera saman þróun persónunnar Sveins, hugmyndaheim hans, fjölskyldulíf og bernskuár Nonna.
Nánari upplýsingar:
Dagsetning: 7. október
Tímasetning: kl. 14.00 – 15.00
Staðsetning: Nonnahús - Aðalstræti 54
Aðgangseyrir: 1500 – ókeypis fyrir handhafa árskorts, börn og öryrkja
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 13-16
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-16
Laufás lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30