Hrollvekjandi óp, annarlegar verur og draugasögur munu einkenna Innbæinn, elsta hluta Akureyrarbæjar, eftir setningu Akureyrarvöku föstudagskvöldið 29. ágúst. Minjasafnið á Akureyri í samvinnu við Leikfélag Akureyrar stendur þá fyrir draugagöngu. Gangan hefst kl 22:00 í Minjasafnsgarðinum þar sem drungalegt verður um að litast. Í lokin safnast göngufólk saman í Samkomuhúsinu þar sem sagðar verða sögur um afturgöngur í einkar draugalegu umhverfi. Sætaferðir verða frá Lystigarðinum kl 21:30 (austur inngangi) að Minjasafninu – fólk þarf þó að koma sér sjálft heim. Hlökkum til að sjá ykkur!