Það verður heldur betur draugalegt um að litast hjá okkur föstudaginn 31. ágúst. Þá fer fram hin árlega Draugaslóð Minjasafnsins. Það verða fjöldamargir draugar á sveimi í rökkrinu, óvæntar uppákomur með draugalegu ívafi verða á götum úti og drungaleg tónlist mun óma um króka og kima Innbæjarins. Við biðjum fólk að hafa í huga að þetta er draugalegur viðburður sem einkennist af myrkri, drungalegum hljóðum og á stundum hálf óhugnarlegum verum sem gætu skotið skelk í bringu ungra barna. Þetta er síðasta Draugaslóð Minjasafnsins í þessu formi. Ljósin verða slökkt upp úr kl 22. Draugaslóðin lifnar við kl 22:30. Það eru Leikfélag Hörgdæla - Leikfélag Akureyrar - Minjasafnið á Akureyri og áhugafólk um hræðslu sem standa að draugaslóð.