Minjasafnið á Akureyri og Leikfélag Akureyrar standa fyrir þessum viðburði sem á sér áralanga sögu föstudagskvöld 28. ágúst frá kl 22:30 - 23:59. Hrollvekjandi óp, annarlegar verur og draugasögur munu einkenna Innbæinn, elsta hluta Akureyrarbæjar. Í Minjasafnsgarðinum, við Friðbjarnarhús og Gamla spítalann munu 3 sögumenn segja draugasögur, í Samkomuhúsinu verða sögustundir með draugalegu ívafi að hætti leikhúsfólks. (Nánari tímasetning kemur eftir síðar). Draugaslóðin er að þessu sinni frábrugðin því sem áður hefur verið þar sem um er að ræða nokkurs konar stöðvar með draugalegu ívafi í stað göngu um Innbæinn með sögumanni. Fólk gengur því í ár á sínum hraða í gegnum Innbæinn þar sem uppvakningar munu fylgja þeim hvert fótmál.Á Minjasafninu verður draugalegt um að listast á þessu kyngimagnaða kvöldi en safnið verður opið frá kl 10.00 – 17:00 og aftur frá kl 22:00-24:00 gestum að kostnaðarlausu.Vert er að benda á að þetta kyngimagnaða kvöld getur skotið skelk í bringu ungra barna og viðkvæmra.