Enn á ný var aðsóknarmet slegið á draugalegum viðburði Minjasafnins. Þetta draugalega ágústkvöld í Innbænum var fjöldinn allur af fólki sem kom til að upplifa draugalega stemningu. Breytt fyrirkomulag viðburðarins heppnaðst vel og aðstandendur er kátir með árangurinn. Honum er þó ekki síst að þakka þeim fjölda mörgu sjálfboðliðum sem tóku þátt, Leikfélagi Hörgdæla, Leikfélagi Akureyrar og íbúum Innbæjarins að ónefndum okkar góðu gestum. Hafið öll þökk fyrir! Hátt í 1000 manns varð vart við drauga á Minjasafninu en þar var draugalegt um að listast þetta kvöld en talið er að hátt í 2000 manns hafi verið á göngu um draugaslóðina þrátt fyrir drungalegt veður sem þó var viðeigandi sviðsmynd að þessu sinni.