Takmarkað ljós, löng draugaleg göng og ýmis skúmaskot Gamla bæjarins í Laufási mynda tilheyrandi umgjörð fyrir þjóðlegar draugasögur og draugalegar rímur fimmtudagskvöldið 11.mars kl 20:00. Þór segir sögur og þær Rósa og Kristin kveða draugalegar rímur við undleik vindlurkstóna Georgs sem líða munu hvern krók og kima í sveitinni þetta kvöld.  Vegna takmarkaðs pláss þarf að tilkynna um þátttöku í síma 463-3196 eða 895-3172. Aðgangseyrir kr 600.Lummukaffi verður til sölu inni í Gamla prestshúsinu á eftir dagskrá í Gamla bænum.