Á minjasafninu á Akureyri eru þrjár sýningar hverju sinni. Sumarsýningin Hvað er í matinn? fjallar um íslenska matarhefð og eldhús á 20. öld. Á efri hæð sýningarsalarins er sýningin Eyjafjörður frá öndverðu, sem fjallar um sögu fjarðarins frá landnámi með mörgum einstökum munum úr Eyjafirði sem margir hverjir eru í eigu Þjóðminjasafnsins. Á neðri hæð sýningarsalarins er fjallað um sögu Akureyrar í sýningunni Akureyri - bærinn við Pollinn. Þar er hægt að ganga um götur bæjarins kíkja til kaupmannsins, líta inn í betri stofuna og margt fleira. Margt að snerta og skoða fyrir krakka á öllum aldri! Opið alla daga frá 10-17.