Ljóðskáldið Þórður Sævar flytur ljóð úr nýútkominni ljóðabók sinni í Davíðshúsi fimmtudaginn 19. september kl. 20.
Vellankatla er önnur ljóðabók Þórðar Sævars Jónssonar sem áður hefur sent frá sér ljóðabókina Blágil. Bókin dregur nafn sitt af vik við Þingvallavatn.
Ljóðmyndir Þórðar eru látlaust gluggaveður, þar sem hið stóra og ofsafengna birtist okkur hversdagslega en úr hæfilegri fjarlægð. Þórður málar myndir með næmri og nákvæmri tilfinningu fyrir staðsetningu – ekki síst orða, bila, þagna og hljóða.
Vellankatla er fyrst og fremst í samtali við dullarfullan, glitrandi raunveruleika vatnsins. Í heimi þar sem vatn er ekki aðeins blessun heldur í auknum mæli ógn, eru ljóð Þórðar, eins og vatnið sjálft, stærri og meiri en yfirborð þeirra.
Allar gáttir opnar er viðburðaröð í Davíðshúsi sem er styrkt af Uppbyggingarsjóði Eyþings.
Aðgangseyrir aðeins 1000 kr. munið árskort Minjasafnsins gildir í Davíðshúsi.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 13-16
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-16
Laufás lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30