Í þessari sýningu er sjónum beint að fyrrum forseta Íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur. Umkringd dökkklæddum jakkafataráðamönnum ruddi hún óhikað brautir, hvort sem það var með orðum sínum eða verkum. Þessi ímyndarsköpun lá ekki síst í vali hennar á fatnaði og frá fyrsta degi var hún tákn glæsilegrar nútímakonu.Búningar opinberra embættismanna hér á landi eiga sér fyrirmyndir hjá öðrum þjóðum og um notkun þeirra gilda alla jafna reglur. Vigdís hafði engar slíkar fyrirmyndir þegar hún var kjörin í embætti, né heldur meitlaða hugmynd um hvernig fataskápur kvenforsetans ætti að vera.Á sýningunni gefst tækifæri til að kynnast þeim áherslum sem Vigdís lagði í fatavali og persónulegum minningum úr forsetatíð hennar. Einnig er þar að sjá fylgihluti, ljósmyndir og gripi sem tengjast margþættum störfum hennar sem forseta. Varpað er ljósi á ýmsar siðareglur og hefðir sem ríkja innan þess umhverfis sem þjóðhöfðingjar eru í, bæði í daglegum störfum sínum og þegar um opinberar heimsóknir er að ræða og sýnt úrval úr orðusafni okkar fyrrum forseta. I sýningunni er líka að finna einkar áhugavert viðtal við Vigdísi þar sem hún varpar enn frekara ljósi á hvernig það var að vera kona á forsetastóli.