Menningarminjadagurinn hefur verið haldinn hér á landi frá árinu 1997 fyrst í umsjón Þjóðminjasafns en frá tilurð Fornleifaverndar ríkisins síðla árs 2001 hefur stofnunin haft umsjón með deginum hérlendis. Í ár er Menningarminjadagurinn haldinn í samvinnu Fornleifaverndar ríkisins og Húsafriðunarnefndar ríkisins. Þema þessa árs er gömul híbýli og íbúar þeirra. Að þessu sinni verður boðið upp á leiðsögn og fyrirlestra á sjö stöðum víðsvegar um landið.
Dagskráin er sem hér segir:
Skálarústir og manngerðir hellar í landi Efra-Hvols í Ragnárþingi eystra. Kristinn Magnússon deildarstjóri kynnir staðinn kl. 17:00. Safnast verður saman við afleggjaran að Þórunúpi (ekið af vegi nr. 262) þar sem hann liggur framhjá hellunum um 1 km innan við bæjarhúsin á Efra-Hvoli.
Laugarvatnshellar eða Reyðarmúli við Gjábakkaveg á Lyngdalsheiði, ofan Laugarvatnsvalla, milli Þingvalla og Laugarvatns. Agnes Stefánsdóttir deildarstjóri rekur sögu hellanna kl. 17.00.
Útskálakirkja í Garði. Gunnar Bollason verkefnisstjóri rekur sögu Útskála vítt og breitt kl. 17:00. Að erindi loknu er einnig boðið upp á stutta göngu um kirkjugarðinn sem geymir óvenjulegan fjölda merkra minningarmarka.
Bólstaður við Vaðilshöfða í landi Úlfarsfells í Álftafirði á Snæfellsnesi, rétt neðan við brúna yfir Úlfarsfellsá. Magnús A. Sigurðsson minjavörður Vesturlands og Vestfjarða rekur sögu staðarins kl. 18:00
Keldudalur á Hegranesi í Skagafirði. Uppgröftur á eldri byggingum staðarins og saga hans. Þór Hjaltalín minjavörður Norðurlands vestra og Guðný Zoëga fornleifafræðingur hjá Byggðasafni Skagfirðinga leiða gesti um staðinn kl. 10:00.
Akureyrarkirkja. Haraldur Þór Egilsson sagnfræðingur kynnir sögu kirkjunnar og gripi hennar milli 17:30 og 19:00.
Þá skal athygli vakin á því að á fimmtudeginum 6. september kl. 18:00 mun Inga Sóley Kristjönudóttir minjavörður Austurlands kynna Krakagerði í Hróarstungu í landi Vífilsstaða en það er fornt eyðibýli skammt frá Krakalækjarþingstað.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 13-16
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-16
Laufás lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30