Gamli bærinn í Laufási er hluti húsasafns Þjóðminjasafns Íslands en í umsjá Minjasafnsins á Akureyri. Í Laufási verður opið eins og endra nær á sumrin milli 09:00 og 18:00. Það er enginn aðganseyrir þennan dag.
Tilgangur Evrópska menningarminjadagsins er að vekja athygli almennings á gildi menningararfsins. Um leið og verið er að reyna að skapa vettvang fyrir almenning til að efla grenndarvitund sína með því að sækja heim sögulega staði. Gildi dagsins hefur vaxið ár frá ári og fjöldi þátttakenda eykst frá ári til árs en 49 þjóðir taka þátt þennan dag. Í fyrra komu 20 milljónir gesta til þeirra 32.000 menningarminjastaða sem kynntir voru almenningi og gaman væri ef enn fleiri kæmu í ár.Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 13-16
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-16
Laufás lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30