Velkomin á söfnin á Eyfirska safnadaginn 12. september 2021
Það er ókeypis aðgangur á Minjasafnið á Akureyri – Nonnahús – Leikfangahúsið – Davíðshús og ýmislegt á dagskrá:
Kl. 12 Á Nonnaslóð – gengið í fótspor Nonna, safnið skoðað undir leiðsögn Haraldur Þórs safnstjóra. Gangan tekur rúmlega klukkutíma.
Kl. 13 Tónlistarbærinn Akureyri – Skapti Hallgrímsson segir sögur úr tónlistarsýningunni og blaðinu sem fylgir henni. Blaðið er frítt á safnadaginn.
Kl. 14 Tónlistarbærinn Akureyri – Hörður Geirsson þeytir skífum með akureyskri tónlist. Hörður er ekki bara starfsmaður Minjasafnsins og sérfræðingur í ljósmyndum heldur fyrrum plötusnúður.
Kl. 15 Leikfangahúsið - Af hverju að safna leikföngum? Guðbjörg Ringsted spjallar við sýningargesti um leikföngin og tilurð safnsins.
Kl.. 13, 14 og 15 Davíðshús – leiðsagnir með Ingu Maríu um dásemdir Davíðshúss
Athugið takmarkaður fjöldi – pantið á davidshus@minjasafnid.is eða í síma 462 4162.
Starfsfólk safnsins verður til staðar til í sýningum safnsins.
Öll dagskrá og aðgangur er ókeypis á Eyfirska safnadaginn á söfnunum okkar frá 11-17.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 13-16
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-16
Laufás lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30