Minjasafnið verður opið frá kl 11-17 eins og flest söfnin við Eyjafjörð. Það verður margt fróðlegt og skemmtilegt á boðstólnum fyrir gesti safnsins þennnan dag. Leiðsögn um Kirkjuhvol - einbýlishúsið sem varð að safni kl 11:30, 12:30 og 13:30. Hús úr húsi: gönguferð kl 15:30 með leiðsögn á milli Minjasafnins, Friðbjarnarhúss og Gudmands Minde (Gamla spítalans) ásamt innliti. Sérfræðingarnir Magnús Skúlason og Hanna Rósa Sveinsdóttir verða til  skrafs og ráðagerða um húsvernd og húsakönnun frá kl 13-15.  Hér má sjá dagskrá safnadagins í heild.